Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. febrúar 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sunderland 'Til I Die stjarnan sá um Everton
Josh Maja hér fyrir miðju.
Josh Maja hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 2 Fulham
0-1 Josh Maja ('48 )
0-2 Josh Maja ('65 )

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton þegar liðið tapaði fyrir Fulham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Josh Maja, sem kom mikið fyrir í annarri þáttaröð af Sunderland 'Til I Die á Netflix stal senunni í kvöld.

Maja fékk nýverið félagaskipti frá Bordeaux í Frakklandi til Fulham. Hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld og nýtti það vel því hann skoraði bæði mörk Fulham í síðari hálfleiknum.

Maja vakti athygli í Netflix þáttaröðinni frábæru, "Sunderland 'Til I Die". Maja raðaði inn mörkunum innan vallar en utan vallar sagðist hann alltaf ætla að skrifa undir nýjan samning sem hann á endanum gerði svo ekki. Hann fékk ekki ásættanlegt tilboð frá Sunderland og ákvað að fara.

Fulham var óvænt mikið sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og Maja var réttur maður á réttum stað í teignum í báðum mörkunum.

Lokatölur 2-0 og er þetta fyrsti sigur Fulham í deildinni síðan 30. nóvember. Fulham er núna sjö stigum frá öruggu sæti. Everton hefði getað komist upp að hlið nágranna sinna í Liverpool í fjórða sæti með sigri en það tókst ekki. Everton er áfram í sjöunda sæti.

Önnur úrslit í dag:
England: Úlfarnir komu til baka og sigruðu í Southampton
England: Jafnt hjá West Brom og Man Utd
England: Aubameyang vaknaði til lífsins gegn Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner