þri 14. febrúar 2023 14:13
Elvar Geir Magnússon
10 þúsund bráðabirgðaheimili sem voru notuð á HM send til Tyrklands og Sýrlands
Mynd: Getty Images
Katar sendir 10 þúsund færanleg bráðabirgðahús á svæðin sem urðu verst fyrir barðinu á jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi. Talið er að næstum 40 þúsund manns hafi látist í skjálftunum sem urðu fyrir um viku síðan.

Umrædd hús voru notuð í kringum HM í Katar á síðasta ári.

Yfir milljón manns eru heimilislaus í Tyrklandi eftir náttúruhamfararnir og talan gæti verið mun hærri í Sýrlandi.

Talsmaður katörsku ríkisstjórnarinnar segir að vegna neyðarástandsins sem ríki í löndunum hafi verið ákveðið að sigla með bráðabirgðahúsin þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner