Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert í liði helgarinnar á Ítalíu
Albert Guðmundsson er í liði helgarinnar í ítölsku B-deildinni eftir flotta frammistöðu í sigri gegn Palermo.

Albert skoraði eftir 25 mínútna leik en eftir frábært samspil átti hann skot sem fór í stöngina og inn.

Filip Jagiello kom inn á sem varamaður undir lok leiksins fyrir Albert og hann gulltryggði liðinu 2-0 sigur með marki í uppbótartíma.

Albert hefur á þessu tímabili spilað 22 deildarleiki og skorað fjögur mörk fyrir Genoa sem er í öðru sæti ítölsku B-deildarinnar. Tvö efstu liðin fara beint upp í Serie A.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem hann gerði um liðna helgi.



Athugasemdir
banner
banner
banner