Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. febrúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Balogun: Kastaði afsökununum út um gluggann
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Folarin Balogun er markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar þar sem hann er kominn með 15 mörk og eina stoðsendingu í 22 leikjum.


Balogun er 21 árs sóknarmaður sem leikur fyrir Reims að láni frá Arsenal, en Reims er um miðja deild í Frakklandi - átta stigum frá Evrópusæti.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er spenntur fyrir Balogun og verður áhugavert að sjá hvort hann geti barist við Eddie Nketiah um pláss í leikmannahópinum.

„Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Þetta er strákur sem er með virkilega skýra mynd í hausnum af því sem hann ætlar að gera við ferilinn sinn. Þetta er virkilega hugrakkur og metnaðarfullur leikmaður," sagði Arteta.

„Það voru mörg félög sem reyndu að fá hann lánaðan síðasta sumar og það tók okkur langan tíma að velja réttan áfangastað. Að lokum var hann handviss um að Reims væri rétti staðurinn fyrir sig og það virðist vera rétt hjá honum.

„Þetta er sérstakur leikmaður sem getur reynst okkur afar mikilvægur í framtíðinni og þess vegna gáfum við honum langtímasamning áður en hann fór út."

Balogun var lánaður til Middlesbrough í Championship deildinni á síðustu leiktíð en átti erfitt uppdráttar og skoraði 3 mörk í 20 leikjum.

Hann lenti í erfiðleikum hjá Middlesbrough og var þess vegna ekki viss með að fara aftur út á lán. Þar fékk hann ekki mikinn spiltíma og var yfirleitt spilað úr stöðu. Á endanum kastaði hann öllum þessum afsökunum út um gluggann og tók mikilvægt skref sem er að reynast honum vel.

„Hann gerði ótrúlega vel að skilja þetta neikvæða eftir og einbeita sér að sjálfum sér. Hann horfði í spegil og hélt áfram með ferilinn. Ég er stoltur af honum."


Athugasemdir
banner
banner