Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2023 09:05
Elvar Geir Magnússon
Atletico tilbúið að selja Felix og vill fá Pulisic
Powerade
Joao Felix´á æfingu með Chelsea.
Joao Felix´á æfingu með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Real Madrid horfir til Richarlison.
Real Madrid horfir til Richarlison.
Mynd: Getty Images
Mason Mount með bros á vör.
Mason Mount með bros á vör.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld. Joao Felix, Richarlison, Neymar, Kane, Thuram, Maguire og fleiri eru í Powerade slúðurpakkanum þennan þriðjudaginn.

Atletico Madrid er tilbúið til að selja portúgalska framherjann Joao Felix (23) til Chelsea fyrir 88 milljónir punda í sumar. Spænska félagið hefur hingað til verið að biðja um allt að 124 milljónir punda. (Relevo)

Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic (24) gæti verið á leið í öfuga átt. Atletico Madrid íhugar að gera tilboð í Pulisic sem var keyptur til Chelsea fyrir 58 milljónir punda 2019. (Fichajes)

Real Madrid er á eftir serbneska framherjanum Dusan Vlahovic (23) hjá Juventus og brasilíska sóknarmanninum Richarlison (25) hjá Tottenham. Madrídarfélagið skoðar leikmenn sem gætu fyllt skarð Karim Benzema (35) í framtíðinni. (ESPN)

Manchester United mun tapa um 40 milljónum punda á enska varnarmanninum Harry Maguire (29) ef hann fer í sumar. (Mail)

Paris St-Germain er tilbúið að setja brasilíska framherjann Neymar (31) á sölulista í sumar. PSG keypti hann á metupphæð, 196 milljónir punda, frá Barcelona 2017. (Foot Mercato)

Fjárfestahópur frá Katar sem kallar sig Authority mun gera formlegt 5 milljarða punda kauptilboð í Manchester City í þessari viku. (Telegraph)

Bayern München mun ekki kaup franska framherjann Marcus Thuram (25) frá Borussia Mönchengladbach. Inter og AC Milan hafa enn áhuga á honum. (Sempre Inter)

Bayern München hefur snúið sér að enska sóknarmanninum Harry Kane (29) hjá Tottenham með franska framherjann Randal Kolo Muani (24) hjá Eintracht Frankfurt sem varakost. (La Gazzetta dello Sport)

Arsenal ætlar að reyna að kaupa táninginn Vitor Roque (17) frá Athletico Paranaense í sumar. Framherjinn ungi hjálpaði Brasilíu að vinna U20 mót Suður-Ameríku. (AS)

Spænski miðjumaðurinn Sergi Roberto (31) hefur samþykkt framlengingu á samningi sínum við Barcelona og verður bundinn félaginu til júnímánaðar 2024. (Fabrizio Romano)

Leeds United skoðar það að ráða stjóra til bráðabirgða og endurskoða stöðuna eftir tímabilið. Leeds hefur mistekist að fá Andoni Iraola frá Rayo Vallecano en hann er efstur á blaði. (Guardian)

Southampton hefur rætt við bandaríska stjórann Jesse Marsch (49) sem var rekinn frá Leeds United í síðustu viku. (TalkSport)

Samningaviðræður Chelsa og Mason Mount (24) hafa siglt í strand. Það eru innan við 18 mánuðir eftir af núgildandi samn ingi hans. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner