Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2023 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atsu er enn týndur undir rústunum
Christian Atsu.
Christian Atsu.
Mynd: Getty Images
Fótboltamaðurinn Christian Atsu er enn fastur undir rústum eftir jarðskjálftana í Tyrklandi. Frá þessu greinir umboðsmaður leikmannsins í dag. Ekki er vitað hvort hann sé á lífi.

Atsu spilar fyrir Hatayspor í Tyrklandi en fyrst sagði Mustafa Ozat, varaforseti félagsins, að leikmaðurinn hefði verið dreginn slasaður undan rústunum.

Það voru hins vegar rangar upplýsingar og er Atsu enn undir rústunum.

Umboðsmaðurinn Nana Sechere segir að búið sé að finna hluta af skóm Atsu en hlutirnir gangi annars hægt fyrir sig.

Meira en 40 þúsund manns hafa látist í skjálftunum.

Atsu hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir Hatayspor nokkrum klukkustundum áður en þessar náttúruhamfarir riðu yfir Tyrkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner