Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Áhugaverðasta einvígið
Meistaradeildin snýr aftur í kvöld.
Meistaradeildin snýr aftur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Verður Giroud á skotskónum í kvöld.
Verður Giroud á skotskónum í kvöld.
Mynd: EPA
Meistaradeildin snýr aftur í kvöld eftir um tveggja mánaða hlé. Það eru tveir mjög svo áhugaverðir leikir á dagskrá í kvöld.

Sérfræðingar í ár eru aftur þeir Halldór Árnason og Sigurður Heiðar Höskuldsson. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Halldór Árnason

AC Milan 2 - 1 Tottenham
Nokkuð erfiður leikur að spá í. AC Milan hafa strögglað mikið heima fyrir og fóru ekki sannfærandi upp úr riðlinum í CL. Tottenham hörkuðu sig líka upp úr sínum riðli og hafa vantað allan stöðugleika í deildinni. Liðið hefur skorað tiltölulega mikið en fær einnig á sig mikið af mörkum, sem er langt frá því sem Antonio Conte vill sjá hjá sínum liðum.

Ítalarnir vinna 2-1 með mörkum frá Leao og Giroud. Kane skorar mark Tottenham úr víti.

PSG 1 - 2 Bayern München
Þetta er áhugaverðasta rimma 16-liða úrslitana og þessi tvö lið hefðu mátt mætast síðast í keppninni. Bayern gjörsamlega pakkaði saman riðlinum sínum á meðan PSG lenti í öðru sæti á eftir Benfica. Bayern hefur verið á ágætis róli síðustu vikur en PSG fer inn í þennan leik með tvo tapleiki á bakinu. Það, ásamt því að Mbappe er verulega tæpur vegna meiðsla, verður til þess að Bayern vinnur 2-1. Stærsta spurningamerkið í liði Bayern er hvernig Yann Sommer tekst að fylla í fótspor Manuel Neuer á stóra sviðinu.

Messi skorar fyrir PSG en Musiala og Choupo-Moting gera mörk Bayern.

Sigurður Heiðar Höskuldsson:

Tottenham 1 - 1 AC Milan
Þetta verður rólegt og taktískt. Spurs eru vel laskaðir og munu liggja extra lágt. Milan menn munu vera varkárir og úr verður mjög lokaður leikur. Markalaust jafntefli kæmi mér ekki á óvart, en segjum að Son setji eitt eftir skyndisókn og Milan jafni undir lokin eftir mikinn þrýsting. Giroud, 1-1.

PSG 2 - 0 Bayern München
PSG aðeins að hiksta undanfarið á meðan Bayern hefur verið að ná vopnum sínum aftur. Messi og Mbappe hafa hvílt sig aðeins síðustu daga og verða alltaf klárir í þennan leik. Trúi því að þeir verði vel ferskir og klári Bayern, 2-0. Mbappe með bæði eftir sendingar frá geitinni.

Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Steinke

AC Milan 1 - 2 Tottenham
Tottenham virðist geta unnið hvaða lið sem er, en tapað líka gegn hvaða lið sem er. Milan er í ströggli á Ítalíu og var liðið ekki búið að vinna í rúman mánuð þar til gegn Torino um helgina. Ég sé bæði Kane og Son skora á San Siro og ætli það verði ekki Theo Hernandez sem skorar á Dier og félaga. Meiðslin á Bentancur munu hafa áhrif á Tottenham en ég held að við fáum einn Höjbjerg special þar sem hann vinnur á við tvo og hálfan.

PSG 3 - 2 Bayern München
Alvöru veislu leikur og að sjálfsögðu eru bæði Messi og Mbappe að fara spila. Enginn Verratti en Eminem línan græjar þetta í þessum leik fyrir PSG, ein gjöf frá Sommer sem mun þó eiga fínasta leik þar fyrir utan.

Choupo-Moting verður í því að leggja upp gegn sínum fyrrum félögum, Muller og Gnabry með mörkin.

Allt sett upp fyrir aðra veislu á Allianz í mars.
Athugasemdir
banner
banner