Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Brotthvarf Ronaldo hefur fengið Rashford til að blómstra
Manchester United og Marcus Rashford eru að verða betri, þökk sé þeim vandamálum sem hurfu þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið. Þetta segir Garth Crooks, sérfræðingur breska ríkisútvarpsins.

Það voru mikil læti í kringum brotthvarf Ronaldo í nóvember, eftir að hann talaði í fyrirsögnum í rosalegu viðtali við Piers Morgan. Ronaldo gekk svo í raðir Al-Nassr.

Síðan þá hefur Rashford skorað átta mörk í níu deildarleikjum fyrir United og hjálpað að koma liðinu í þriðja sætið, fimm stigum á eftir toppliði Arsenal og tveimur á eftir Manchester City.

Rauðu djöflarnir eru á góðri leið með að tryggja sér þátttöku í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Crooks er sannfærður um að gott gengi liðsins tengist brotthvarfi Ronaldo og því að Rashford 'sé ekki lengur í aukahlutverki fyrir aðila sem festist við fortíð sína'.

„Mér finnst það segja alla söguna að úrslit Manchester United hafa orðið betri síðan Cristiano Ronaldo fór. Rashford er ekki lengur aukaleikari fyrir leikmann sem í örvæntingu sinni reynir að hanga á fyrri afrekum, leikmann sem hefur miklu meiri áhuga á sjálfum sér en liðinu. Vandamálið er horfið," segir Crooks.

Enski landsliðsmaðurinn skoraði fyrra mark United í 2-0 sigrinum gegn Leeds um helgina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner