
Dagný Halldórsdóttir er búin að gera eins árs samning við knattspyrnudeild ÍA.
Dagný er fædd 2002 og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Skagakvenna þar sem hún á 41 leik að baki í næstefstu deild.
Hún missti af stærsta hluta síðasta sumars vegna meiðsla er ÍA endaði í fimmta sæti 2. deildar, með 31 stig úr 16 leikjum.
Ef henni tekst að halda sér frá meiðslum í ár er ljóst að hún getur leikið lykilhlutverk í varnarlínu ÍA sem stefnir aftur upp í Lengjudeildina sem fyrst.
Athugasemdir