Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. febrúar 2023 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir kvöldsins: Galtier harðlega gagnrýndur
Mynd: Getty Images

AC Milan vann góðan sigur á Tottenham á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.


Sky Sports gaf leikmönnum beggja liða einkunn fyrir frammistöðu sína en Raphael Leao leikmaður AC Milan þótti standa upp úr. Pape Sarr og Oliver Skipp þóttu standa sig vel á miðju Tottenham en þeir fá sitthvora sjöuna.

Cristian Romero og Dejan Kulusevski fundu sig hins vegar ekki og fá fimm.

90min.com tók saman einkunnir úr leik PSG og Bayern Munchen þar sem Kingsley Coman tryggði Bayern sigur gegn sínum gömlu félögum.

Hann fékk níu í einkunn en PSG sýndi lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en lifnaði við með komu Kylian Mbappe í upphafi síðari hálfleiks, Christophe Galtier stjóri liðsins fær falleinkunn hjá 90mins fyrir upplegg sitt í leiknum.

AC Milan: Tatarusanu (7), Thiaw (7), Kalulu (7), Kjaer (7), Hernandez (7), Saelemaekers (6), Krunic (7), Tonali (7), Diaz (7), Leao (8), Giroud (6).

Subs: De Ketelaere (5), Messias (6), Pobega (n/a), Rebic (n/a).

Tottenham: Forster (7), Emerson (6), Romero (5), Dier (6), Lenglet (6), Perisic (7), Sarr (7), Skipp (7), Kulusevski (5), Kane (6), Son (6).

Subs: Richarlison (6), Danjuma (6), Davies (6).

Player of the Match: Rafael Leao






Athugasemdir
banner
banner