Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 11:17
Elvar Geir Magnússon
Emírinn í Katar mun bjóða yfir 4 milljarða punda í Man Utd
Emírinn í Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, mun væntanlega koma með yfir 4 milljarða punda tilboð í Manchester United í þessari viku. Á föstudag rennur út sá frestur sem Glazer bræður hafa sett á tilboð í félagið.

Guardian segir að emírinn telji að verðmæti United sé ekki meira en 4,5 milljarðar punda en Glazerarnir hafa sett 6 milljarða verðmiða.

The Raine Group, sem stýrði sölunni á Chelsea, er fjárhagslegur ráðgjafi Glazer. Þó fresturinn renni út á föstudaginn er talið mögulegt að koma með tilboð eftir það.

Samkvæmt reglum UEFA mega félög sem eru í eigu sömu aðila ekki mætast í keppni. Verið er að leita lausna og sýna fram á að United yrði ekki rekið af sama skipulagi og sömu starfsmönnum og Paris Saint-Germain.

Milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands, hefur staðfest að hann muni koma með tilboð í United. Ratcliffe er 70 ára gamall og hefur alla tíð verið stuðningsmaður liðsins.
Athugasemdir
banner