Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Félög minnt á kynjaskiptingu fyrir næsta ársþing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

77. ársþing KSÍ verður haldið á Ísafirði 25. febrúar og hvetur knattspyrnusambandið félög um að senda inn fleiri kvenkyns þingfultrúa heldur en áður.


Met var bætt á ársþingi KSÍ í fyrra þegar 20% af þingfulltrúum voru konur, en það er ekki talið nægilega gott í ljósi þess að um 33% af knattspyrnuiðkendum hér á landi eru kvenkyns.

Kvenkyns þingfulltrúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum enda sendir stjórn KSÍ árlega hvatningu til aðildarfélaga um að skoða kynjahlutföllin hjá sér, þó að ekki öll félög fari eftir þeim leiðbeiningum.

„Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 77. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 25. febrúar næstkomandi á Ísafirði. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar," segir meðal annars í tilkynningu á vefsíðu KSÍ.


Athugasemdir
banner