Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 14. febrúar 2023 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand spáir Man City sigri í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images

Rio Ferdinand, sérfræðingur hjá BT Sport og fyrrum varnarmaður Manchester United spáir því að Manchester City muni vinna Meistaradeildina í ár.


Manchester City er í harðri baráttu við Arsenal um enska deildartitilinn en liðin mætast í deildinni á morgun.

Ferdinand sem lék með United frá 2002-2014 var spurður í útsendingu BT Sport í kvöld hvaða lið myndi vinna Meistaradeildina í ár.

„Þetta er of erfitt. Ég ætla að segja City, bara út af Haaland og Pep [Guardiola]. Guardiola hefur unnið úrvalsdeildina en hann ætlar sér að vinna Meistaradeildina. Hann mun þagga niður í mörgum ef hann nær því," sagði Ferdianand.

Man City mætir RB Leipzig í fyrri leik liðana í Þýskalandi á miðvikudaginn eftir viku.


Athugasemdir
banner