Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. febrúar 2023 23:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Galtier: Vissum að það myndi enginn falla úr leik í kvöld
Mynd: Getty Images

PSG er undir í viðureigninni gegn Bayern Munchen eftir leik liðanna í París í kvöld.


Kingsley Coman, sem er uppalinn hjá PSG skoraði eina mark leiksins fyrir Bayern.

Christophe Galtier stjóri PSG hefur verið gagnrýndur fyrir liðsuppstillinguna og uppleggið í kvöld en liðið sá ekki til sólar í fyrri hálfleik.

Hinn 16 ára gamli Warren Zaire-Emery byrjaði leikinn á miðjunn og þá fann Neymar sig engan vegin í leiknum. Kylian Mbappe kom inn á snemma í síðari hálfleik og frískaði upp á leik liðsins en hann var að jafna sig af meiðslum.

„Auðvitað er svekkelsi en við vissum að það myndi enginn falla úr leik í kvöld. 1-0 eru neikvæð úrslit og nú verðum við að fara og vinna þá í Munchen ef við ætlum að eiga möguleika á því að komast áfram," sagði Galtier.


Athugasemdir
banner
banner
banner