Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Besta Arsenal lið sem ég hef mætt
Pep Guardiola segir að Manchester City sé að fara að mæta besta Arsenal liði sem hefur verið í ensku úrvalsdeildinni síðan hann mætti í deildina.

Arsenal og Manchester City mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates vellinum annað kvöld.

Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarmaður Guardiola, stýrir Arsenal sem er að berjast um að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 2004.

City nær með sigri að koma sér í toppsætið.

Guardiola var spurður að því hvort þetta væri besta Arsenal lið sem hann hafi mætt?

„Síðan ég kom hingað, já klárlega," svaraði Guardiola sem hefur ekki tapað gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hann hefur unnið ellefu af tólf leikjum.

Leikurinn á morgun er fyrsti deildarleikurinn milli þessara liða á tímabilinu en þau mættust í FA-bikarnum í síðasta mánuði. City vann þá 1-0 þar sem Nathan Ake skoraði sigurmarkið.

„Hingað til er Arsenal besta lið deildarinnar. Þegar við spiluðum gegn þeim fyrir nokkrum vikum fundum við hversu öflugir og beittir þeir eru. Við þurfum að vera klárir á öllum sviðum."

City vann 3-1 sigur gegn Aston Villa á sunnudaginn, daginn eftir að Arsenal gerði 1-1 jafntefli gegn Brentford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner