Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. febrúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak skoraði í síðasta æfingaleik FCK
Ísak Bergmann.
Ísak Bergmann.
Mynd: EPA
FC Kaupmannahöfn lék sinn síðasta æfingaleik fyrir átökin seinni hluta tímabilsins í Danmörku. Danska deildin fer aftur af stað um helgina eftir HM- og vetrarfrí.

Liðið lék u.þ.b. 65 mínútna æfingaleik gegn Næstved í dag og skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson seinna mark liðsins undir lokin.

Hákon Arnar Haraldsson var ekki hluti af hópnum í dag, einn af nokkuð mörgum sem ekki spiluðu þennan leik. Jacob Neestrup, þjálfari FCK, sagði fyrir leikinn að þeir sem væru í hópnum væru þeir sem þyrftu á 45 eða 65 mínútum að halda.

Fyrsti leikur FCK eftir hlé er á sunnudag gegn Silkeborg. FCK er ríkjandi meistari og ætlar sér að verja titilinn.


Athugasemdir
banner
banner