Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2023 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jese staðráðinn í að hjálpa Sampdoria að halda sæti sínu í deildinni
Mynd: Sampdoria

Jese Rodriguez fyrrrum leikmaður Real Madrid og PSG er genginn til liðs við Sampdoria en hann var í leikmannahópnum í fyrsta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Inter í gær.


Sampdoria er í 19. sæti, átta stigum frá öruggu sæti en Jese er staðráðinn í að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni.

„Ég er mjög ánægður að vera hér hjá Sampdoria. Þegar tækifærið gafst efaðist ég ekkert. Ég horfi á fullt af leikjum og sá nokkra með Sampdoria. Það hefur verið vel tekið á móti mér," sagði Jese.

„Markmiðið er að gera mitt besta fyrir liðið. Ég vil gera mitt til að næla í stig og bæta liðið. Ég sé að það er mikið keppnisskap í liðinu, við höfum verið óheppnir en svona er fótboltinn. Við verðum að taka einn leik í einu, hafa trú á sjálfum okkur og hafa jákvætt viðhorf."

Jese sem er 29 ára er uppalinn hjá Real Madrid en hann gekk til liðs við PSG árið 2016. Hann kom til Sampdoria eftir hálft tímabil hjá tyrkneska félaginu Ankaragücü.


Athugasemdir
banner
banner
banner