Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári á leið í FH á láni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í FH á láni frá norska félaginu Haugesund. Sóknarmaðurinn var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og samdi við norska úrvalsdeildarfélagið í vetur. Lánssamningurinn verður út tímabilið og verður hann líklega kynntur hjá FH á morgun.

Kjartan skoraði sautján mörk í nítján leikjum fyrir uppeldisfélagið sitt Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Þá skoraði hann þrjú mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum.

Kjartani stóð samkvæmt heimildum Fótbolta.net til boða að fara á láni í OBOS deildina í Noregi, næstefstu deild, eða spila í efstu deild á Íslandi. Honum stóðu nokkrir valkostir til boða á báðum stöðum en á endanum varð FH fyrir valinu.

Kjartan verður tvítugur í júlí, hann er unglingalandsliðsmaður sem á að baki þrettán leiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner