Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marsch að taka við Southampton
Mynd: EPA
Jesse Marsch er að taka við sem stjóri Southampton, tekur við starfinu af Nathan Jones sem var rekinn á sunnudag. Frá þessu greinir The Athletic.

Southampton ræddi við Marsch í gær og var rætt um mögulega lengd á samningi hans. Marsch hefur verið án starfs síðan Leeds lét hann fara fyrr í mánuðinum.

Southampton vill vera búið að ráða nýjan stjóra fyrir leik liðsins gegn Chelsea um næstu helgi.

Steven Gerrard og Frank Lampard voru einnig á lista ráðamanna hjá Southampton en Marsch virðist vera fá starfið hjá botnliðinu, lokaákvörðun verður væntanlega tekin í dag.

Marsch var tæpt ár í starfi hjá Leeds, tók við af Marcelo Bielsa og náði einhvern veginn aldrei að vinna stuðningsmenn á sitt band. Southampton hefur vitað af Marsch síðan hann stýrði New York Red Bulls og er með reynslu af því að starfa í Red Bull kerfinu líkt og Ralph Hasenhuttl sem stýrði Southampton áður en Nathan Jones tók við.

Marsch er sagður svipaður og Hasenhuttl varðandi leikfræði sína, t.d. þegar kemur að pressu. Hann varð áfram á Englandi eftir að hafa fengið sparkið frá Leeds og virðist vera að taka við nýju starfi.

Nathan Jones tók við Southampton fyrr á tímabilinu og stýrði liðinu einungis í fjórtán leiki og vann einungis einn þeirra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir