Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. febrúar 2023 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Coman hetjan gegn gömlu félögunum - Milan lagið Tottenham
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen er með yfirhöndina gegn PSG fyrir síðari leikinn í Þýskalandi.

PSG mætti varla til leiks í fyrri hálfleik en yfirburðir Bayern voru miklir þó hvorugu liðinu tókst að skora.

Það var hins vegar snemma í síðari hálfleik sem Kingsley Coman kom Bayern yfir gegn sínum gömlu félögum þegar hann átti skot beint á Gianluigi Donnarumma sem var ekki nógu snöggur að bregðast við.

Kylian Mbappe er að jafna sig af meiðslum og byrjaði á bekknum en hann kom inn á strax eftir markið.

Það breytti leik PSG mikið og liðið tók yfir leikinn.

Mbappe kom boltanum í netið eftir skemmtilegt samspil við Nuno Mendes sem var frábær í síðari hálfleiknum en hann var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.

PSG tókst ekki að jafna metin en Benjamin Pavard varnarmaður Bayern verður í banni í síðari viðureigninni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma.

Brahim Diaz var hetja AC Milan á heimavelli gegn Tottenham en hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Milan 1 - 0 Tottenham
1-0 Brahim Diaz ('7 )

Paris Saint Germain 0 - 1 Bayern
0-1 Kingsley Coman ('53 )
Rautt spjald: Benjamin Pavard, Bayern ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner