Mikael Breki Þórðarson, leikmaður KA, æfir þessa dagana hjá OB í Danmörku. Hann er fæddur árið 2007 og er því á sextánda aldursári.
Hann er miðjumaður sem á að baki tvo leiki með U15 landsliðinu, bar fyrirliðabandið í seinni leik liðsins gegn Færeyjum síðasta sumar.
Hann var á dögunum valinn í æfingahóp U16 landsliðsins.
Hann er miðjumaður sem á að baki tvo leiki með U15 landsliðinu, bar fyrirliðabandið í seinni leik liðsins gegn Færeyjum síðasta sumar.
Hann var á dögunum valinn í æfingahóp U16 landsliðsins.
Í fyrra lék hann þrjá leiki með meistaraflokki KA, einn bikarleik og tvo leiki í úrslitakeppninni.
Mikill áhugi er á honum í Danmörku, fleiri félög hafa sýnt honum áhuga.
Árið 2019 var hann einn af átta strákum frá KA sem æfðu hjá Midtjylland.
Athugasemdir