Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2023 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar staðfestir rifrildi við yfirmann fótboltamála
Mynd: EPA
Neymar staðfesti hita samræður milli sín, Marquinhos og Luis Campos eftir leik PSG gegn Mónakó um helgina. Mónakó vann 3-1 og kom Campos inn í klefa eftir leik og sakaði menn um að leggja sig ekki nægilega mikið fram og að berjast ekki nóg.

Marquinhos og Neymar voru þeir tveir leikmenn sem stóðu hvað mest í því að svara Campos. Tapið var fjórða tap PSG á rúmum mánuði sem er óvenjulega mikið á þeim bænum.

„Þetta gerðist. Við vorum ekki sammála því sem var sagt og við ræddum málin. Fótbolti snýst um samskipti, auðvitað er gagnhvæm virðing, en stundum ertu ekki sammála um hlutina. Það gæti orðið samtal þar sem við ræðum hvernig skal bæta liðið, andrúmsloftið, leik okkar."

„Við höfum tapað nokkrum leikjum og við erum pirraðir með það. Við viljum alltaf vinna. Þegar þessi tap koma er það sárt. Samtölin geta hjálpað okkur að bæta okkur sem lið. Ég held að þetta hafi hjálpað og hreinsað loftið. Við vitum hvað allir voru að hugsa,"
sagði Neymar.

Hann er pirraður á því að þetta hafi lekið út. „Þú talar við vini og fjölskyldu alla daga. Þú ert reglulega í kringum alla. Það verða allir að standa saman, og það er pirrandi að svona hlutir leki út. Ég er viss um að það verði meira í framtíðinni. Þannig virkar fótboltinn," sagði Brassinn.

Framundan hjá PSG er leikur gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. PSG er með fimm stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner