Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2023 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Auðvitað verð ég reiður, ég er mennskur
Mynd: EPA

Graham Potter hefur ekki byrjað stjóraferil sinn hjá Chelsea vel. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gerði jafntefli gegn West Ham um helgina.


Chelsea vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Tomas Soucek handlék knöttinn. 

Potter grínaðist svolítið með þetta atvik eftir leikinn.

„Mér fannst þetta góð markvarsla," sagði Potter og glotti. „Ég held ekki að VAR herbergið hefði snúið dómnum við hefði dómarinn dæmt vítaspyrnu."

„Að mínu mati er þetta hendi. Ég vissi ekki að það mætti leggjast í jörðina og verja svona með höndinni. Ég vil ekki tjá mig of mikið um VAR, stundum fellur þetta með þér og stundum ekki. Maður verður bara að samþykkja það."

Rio Ferdinand og Joe Cole gagnrýndu Potter fyrir að hafa ekki brugðist nógu illa við þessum dómi en Potter svaraði fyrir sig á fréttamannafundi í dag.

„Ég passa mig að fara ekki í rökræður við fjölmiðla í gegnum fjölmiðla. Auðvitað verð ég reiður, ég er mennskur eins og þú. Ég vel að haga mér eins og ég tel rétta leiðin. Fjölmiðlar tala um að ég eigi að vera reiður á sama tíma að skrifa sögur um vandamál dómara í grasrótarfótbolta. Þeir sjá ekki tenginguna," sagði Potter.

„Ég er ekki að segja að við missum aldrei stjórn á skapi okkar. Á sama tíma hef ég skyldur gagnvart sjálfum mér, félaginu og leiknum. Ef þú heldur að þú getir byrjað þjálfaraferilinn í 9. deild á Englandi og komist á þetta stig sem stjóri Chelsea í Meistaradeildinni án þess að vera reiður eða vera næs myndi ég halda að þú vissir ekkert."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner