
Njarðvík hefur samið við portúgalska sóknarmanninn Rafael Victor um að leika með félaginu í sumar.
Rafael, sem er 26 ára gamall, lék með Hetti/Hugin í 2. deildinni í fyrra og hafði áður leikið með Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni tímabilið 2019.
Sóknarmaðurinn gerði ellefu mörk í 19 leikjum í 2. deildinni í fyrra, en árið 2019 skoraði hann 12 mörk í 21 leik í Lengjudeildinni.
Njarðvík fór með sigur af hólmi í 2. deildinni síðasta sumar og leikur í Lengjudeildinni í ár.
Rafael er nú að spila með Sertanense í heimalandi sínu, en er væntanlega í framhaldinu til Njarðvíkur í byrjun næsta mánaðar.
„Knattspyrnudeildin býður Rafael hjartanlega velkominn til félagsins," segir í tilkynningu Njarðvíkur.
Rafael Victor til liðs við Knattspyrnudeild Njarðvíkur!
— NjarðvíkFC (@fcnjardvik) February 14, 2023
Portúgalski framherjinn Rafael Victor mun leika með Njarðvíkurliðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Meira má lesa um málið hér:https://t.co/3b6WhsdFi8 pic.twitter.com/ZYaNRiflj2
Athugasemdir