Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. febrúar 2023 20:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sádí-Arabía heldur HM félagsliða í desember
Mynd: EPA

Sádí-Arabía hefur verið valið til að halda HM félagsliða í fyrsta sinn en mótið fer fram 12-22. desember 2023.


Sádí Arabía er aðeins sjötta þjóðin til að halda mótið frá árinu 2000.

Þjóðin hefur verið mjög umdeild og hefur verið sökuð um að nýta íþróttir til að reyna laga orðspor sitt.

„Við erum stolt og mjög spennt að fá tækifæri til að bjóða heimsins bestu fótboltafélög og stuðningsmenn þeirra velkomin til Sádí Arabíu.  Þetta er annað mikilvægt skref í ferðalagi okkar að stækka fótboltann og þjóðina og ég treysti því að allir munu sjá framfarirnar," sagði Abdulaziz bin Turki Al Saud íþróttamálaráðherra Sádí Arabíu.

Tilkynnt var um valið á Sádí Arabíu aðeins þremur dögum eftir að Real Madrid vann HM félagsliða í Marokkó.


Athugasemdir
banner
banner