Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Allegri hraunaði yfir stuðningsmann
Mynd: EPA

Massimiliano Allegri þjálfari Juventus fékk nóg af hrópum og köllum frá einum áhorfanda í 1-0 sigri Juventus gegn Fiorentina um helgina.


Áhorfandinn baulaði á Moise Kean og Mattia De Sciglio í hvert skipti sem tækifæri gafst og tók Allegri eftir honum. Maðurinn er stuðningsmaður Juventus og það gerði Allegri reiðan.

„Haltu kjafti!" kallaði Allegri upp í stúku og starði manninn niður. „Þessi þarna," hélt hann áfram og benti á sökudólginn - áður en hann gaf honum merki um að koma niður úr stúkunni til að útkljá málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Allegri missir stjórn á skapinu á hliðarlínunni á því sem er að reynast afar erfitt tímabil fyrir Juventus.

Fyrr í febrúar varð myndband af reiðum Allegri gífurlega vinsælt í netheimum og má sjá hér neðst í fréttinni. Hann missti stjórnar á skapinu eftir klúður Angel Di Maria á lokakafla 1-0 sigurs gegn Lazio í ítalska bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner