Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 14:44
Elvar Geir Magnússon
Skella skuldinni á Inzaghi
Mynd: EPA
Harðkjarna stuðningsmenn Inter, Curva Nord, kenna stjóranum Simone Inzaghi um markalausa jafnteflið gegn Sampdoria í gær. Lið Sampdoria er í fallsæti.

Inter er fimmtán stigum á eftir toppliði Napoli og þremur stigum á undan Milan sem er í fimmta sæti á markatölu.

„Þessi leiðinlegi jafnteflisleikur gegn næst neðsta liði deildarinnar sannar það að herra Inzaghi nær ekki að mótivera leikmenn gegn 'minni' liðum," segir í yfirlýsingu Curva Nord á Instagram.

„Það var lítilmannlegur hugsunarháttur í liðinu, sérstaklega í seinni hálfleik þegar hann hélt sér við sitt kerfi í stað þess að spila með þrjá sóknarmenn. Við erum Inter, andstæðingarnar eiga að óttast okkur."

„Við eigum að vera árásargjarnir og sýna yfirburði. Við hinsvegar litum út eins og lið sem sætti sig við jafntefli."

Undir stjórn Inzaghi varð Inter bikarmeistari í fyrra en mistókst að verja Ítalíumeistaratitil sinn. Erkifjendurnir í AC Milan unnu deildina í fyrsta sinn í ellefu ár.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir