Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. febrúar 2023 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Snerist um að fá rétta samninginn"
Luke Rae í leiknum gegn Val.
Luke Rae í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vill fara utan á menn.
Vill fara utan á menn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae, sem gekk í raðir KR í síðasta mánuði, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Val á sunnudag. Síðasta sumar var hann orðaður við skipti frá Gróttu í Stjörnuna en ekkert varð úr því, Stjarnan bauð í Luke undir lok júlígluggans en Grótta hafnaði tilboðinu.

„Já, ég var nálægt því að fara, ég get ekki logið því. Þegar félag eins og þetta sýnir þér áhuga... leikmaður eins og ég vill spila á eins háu getustigi og mögulegt er. Þegar tilboðið kom þá vildi ég fara. Ég sagði við Chriz (Brazell þjálfara Gróttu) að ég vildi grípa tækifærið. Ég var svekktur að þetta fór ekki í gegn en þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Núna er ég kominn hingað í KR og ég held að heilt yfir hafi þetta verið rétt ákvörðun. Ég er mjög þakklátur að Grótta hafi haldið mér, að ég hafi fengið að klára tímabilið mitt þar og er nú kominn hingað," sagði Luke.

Sögur voru á kreiki í desember að Luke væri að ganga í raðir KR en hann var ekki tilkynntur sem nýr leikmaður KR fyrr en 20. janúar. Af hverju tók þetta svona langan tíma?

„Þetta snerist um að fá rétta samninginn. Peningalega séð er Grótta ekki stærsta félagið, en tækifærið að spila þar er mjög stórt. Þetta snýst ekki allt um peninga en á sama tíma gerir það það að einhverju leyti. Þegar þú ert með þetta sem atvinnu þá verðuru að geta lifað á þessu. Þetta snerist um að hnýta síðustu endana á samninginn, það tók smá tíma," sagði Luke.

KR vant því að vinna
Luke var spurður út í væntingar fyrir tímabilið.

„Ég vonast til að vinna deildina, KR er vant því að vinna og er alltaf að vinna. Síðustu ár hefur ekki tekist að landa titli og ég vona að þetta ár verði árið þar sem allt fer aftur eins og það á að fara fyrir félagið, að vinna titla."

„Ég vil líka vera byrjunarliðsmaður. Ég er að koma úr næstefstu deild og þarf að sanna mig, fá traustið frá þjálfurunum. Ég vil halda áfram að eiga góða leiki og vil vinna mér inn það traust hjá þjálfurunum að þeir treysti mér til að byrja leiki."


Hægri kanturinn í uppáhaldi
Luke getur leyst flestar stöður fram á við og spilaði gegn Val bæði á hægri kantinum og þeim vinstri. Hann byrjaði á hægri kantinum en fór á vinstri kantinn í seinni hálfleik þegar Atli Sigurjónsson kom inn á.

„Ég verð að segja að hægri kanturinn sé í uppáhaldi. Þetta kemur frá Chris og strákunum hjá Gróttu. Þeir þekkja mína styrkleika og allir sögðu mér að fara stöðugt utan á menn. Það er meiri styrkleiki hjá mér að fara utan á menn heldur en að skera inn á völlinn. Mér finnst samt gaman að skera inn á völlinn, þú verður að blanda þessu saman en ég myndi segja að mér líki betur við hægri kantinn," sagði Luke sem er tilbúinn í samkeppni um sæti í liðinu.

Sjá einnig:
Úr 3. deild í þá Bestu á þremur árum - „Verð að gefa Chris og Gróttu mikið kredit"
Úr 3. deild í þá Bestu á þremur árum - „Verð að gefa Chris og Gróttu mikið kredit"
Athugasemdir
banner
banner