þri 14. febrúar 2023 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilaði bikarúrslitaleikinn en verður í 4. deild í sumar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson hefur fengið félagaskipti í KFK sem verður í 4. deildinni í vetur. KFK er stórhuga og ætlar sér upp úr 4. deildinni í sumar.

Atli varði mark FH í tólf deildarleikjum og fimm bikarleikjum, þar á meðal í sjálfum bikarúrslitaleikurinn gegn Víkingi.

Atli tilkynnti FH eftir tímabilið að hann ætlaði sér ekki að taka annað tímabil ef það væri ljóst að hann yrði kostur númer tvö í markvarðarstöðuna.

Atli er 29 ára gamall og hefur leikið með FH og Fjölni í efstu deild. Hann er Seyðfirðingur og var aðalmarkvörður liðsins á árunum 2012-2016. Í kjölfarið var hann hjá Fram í þrjú tímabil, næst hjá Fjölni í tvö tímabil og svo hjá FH í tvö tímabil.

Sjá einnig:
Atli Gunnar: Ég hefði viljað fá tækifærið og traustið
„Þurfti að halda hausnum á mér þannig að ég ætti alveg skilið að spila"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner