Guardian segir að allt stefni í að Leeds United fari í ráðningu á stjóra tímabundið, út tímabilið, eftir að ljóst var að Andoni Iraola vill ekki yfirgefa Rayo Vallecano á miðju tímabili.
Stjórn Leeds fundaði um stjóramálin í gær en ljóst er að Alfred Schreuder, fyrrum stjóri Ajax, verður ekki ráðinn.
Schreuder er einn af þeim sem Victor Orta, yfirmaður fótboltamála hjá Leeds, hefur rætt við. Jesse Marsch var rekinn í síðustu viku en stuðningsmenn Leeds vilja fá mann með öflugri ferilskrá en Schreuder býr yfir.
Stjórn Leeds fundaði um stjóramálin í gær en ljóst er að Alfred Schreuder, fyrrum stjóri Ajax, verður ekki ráðinn.
Schreuder er einn af þeim sem Victor Orta, yfirmaður fótboltamála hjá Leeds, hefur rætt við. Jesse Marsch var rekinn í síðustu viku en stuðningsmenn Leeds vilja fá mann með öflugri ferilskrá en Schreuder býr yfir.
Stjóraleit Leeds hefur ekki gengið að óskum en í síðustu viku hafnaði Arne Slot, stjóri Feyenoord, því að taka við liðinu og Carlos Corberan skrifaði undir nýjan samning við West Brom.
Leeds er enn með þrjú til fjögur nöfn á blaði en allir aðilar virðast ekki fáanlegir fyrr en í fyrsta lagi eftir tímabilið.
Efstur á þeim lista er Andoni Iraola. Marcelo Gallardo, sem yfirgaf River Plate í október, hefur einnig verið nefndur en hann vill ekki taka við liði á miðju tímabili.
Leeds skoðar nú stjóra sem gætu tekið við liðinu tímabilið og forðað því frá falli úr úrvalsdeildinni. Michael Skubala hefur stýrt Leeds í síðustu tveimur leikjum en félagið vonast til að fá nýjan mann við stjórnvölinn þegar kemur að svakalegum fallbaráttuslag við Everton á laugardaginn.
Viku síðar verður leikið gegn Southampton en Marsch virðist vera að taka við Dýrlingunum, sem gerir þann leik einstaklega áhugaverðan.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir