Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2023 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonar en veit þó ekki hvort Haaland geti spilað
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester City og aðrir sem spenntir eru fyrir stórleiknum gegn Arsenal annað kvöld þurfa líklega að bíða þar til byrjunarliðin verða opinberuð klukkutíma leik til að sjá hvort markavélin Erling Braut Haaland verði með eða ekki.

Haaland var í byrjunarliðinu gegn Aston Villa á sunnudag en var tekinn af velli í hálfleik. Pep Guardiola sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og þar sagðist hann ekki vera viss hvort Haaland myndi spila.

„Við æfum núna seinni partinn. Núna veit ég ekki stöðuna. Í gær snerist þetta um endurheimt eftir leikinn gegn Aston Villa," sagði Guardiola.

Haaland er kominn með 25 mörk í 21 leik á tímabilinu en hefur aðeins kólnað undanfarnar vikur og hefur ekkert skorað í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum og einungis skorað í tveimur af síðustu átta leikjum sínum.

Leikurinn á morgun er uppjör toppliðanna og kemst City í toppsætið með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner