þri 14. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Warnock og Buffon í sömu störfum 28 árum síðar
Mynd: Getty Images

Richard Jolly er fréttamaður hjá Independent og benti á sturlaða staðreynd með færslu á Twitter aðgangi sínum í gær.


Hann var þá að ræða um ráðningu Neil Warnock í stjórastólinn hjá Huddersfield, eftir að hinn 74 ára gamli Warnock tók þjálfaramöppuna niður af hillunni til að taka við sínu gamla félagi og reyna að bjarga því frá falli úr Championship deildinni.

Jolly benti á að árið 1995 var Warnock síðast við stjórnvölinn hjá Huddersfield. Flest í fótboltaheiminum hefur breyst síðan þá, enda eru 28 ár liðin, en ein staðreynd er eins: Gianluigi Buffon er markvörður Parma.

„Árið 1995 var Neil Warnock knattspyrnustjóri Huddersfield og Gianluigi Buffon markvörður Parma. Árið 2003 er Neil Warnock knattspyrnustjóri Huddersfield og Buffon markvörður Parma," segir í færslu Richard Jolly.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner