Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al-Orubah sem tók á móti Al-Kholood í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag.
Staðan var markalaus í leikhlé þrátt fyrir yfirburði gestanna í liði Al-Kholood, en í seinni hálfleik tókst heimamönnum að skora tvö mörk.
Yfirburðir Al-Kholood héldu áfram eftir leikhléð en gestunum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikið af færum. Heimamenn í Al-Orubah fengu lítið af færum en nýttu þau gífurlega vel.
Jói Berg lagði upp fyrsta mark leiksins á 63. mínútu og innsiglaði Mohannad Abu Taha sigurinn á 87. mínútu.
Þetta var mikilvægur sigur fyrir Jóa og félaga sem eru sex stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir tvo sigra í röð.
Sterkt lið Al-Ettifaq tapaði þá gegn botnliði deildarinnar Al-Fateh og er áfram um miðja deild. Steven Gerrard var rekinn úr þjálfarastólnum hjá Al-Ettifaq í janúar og er þetta fyrsta tap liðsins síðan.
Georginio Wijnaldum, Karl Toko Ekambi og Marek Rodak voru í byrjunarliði Al-Ettifaq í tapinu og þá kom Demarai Gray inn af bekknum.
Að lokum missteig stjörnum prýtt lið Al-Hilal sig annan leikinn í röð í titilbaráttunni. Rúben Neves, Sergej Milinkovic-Savic og Malcom voru meðal byrjunarliðsmanna ásamt Yassine Bounou, Kaio Cesar og Marcos Leonardo, en Kalidou Koulibaly sat allan leikinn á bekknum.
Al-Hilal tókst aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir mikla yfirburði og góðar marktilraunir svo lokatölur urðu 1-1.
Al-Hilal er í öðru sæti deildarinnar með 48 stig eftir 20 umferðir - einu stigi á eftir toppliði Al-Ittihad sem á leik til góða.
Al-Orubah 2 - 0 Al-Kholood
1-0 O. Al-Somah ('63)
2-0 Mohannad Abu Taha ('87)
Al-Ettifaq 1 - 2 Al-Fateh
0-1 M. Batna ('31, víti)
1-1 Vitinho ('45+5, víti)
1-2 S. Bendebka ('45+9)
Al-Hilal 1 - 1 Al-Riyadh
0-1 Mohamed Konate ('45+1)
1-1 Salem Al-Dawsari ('60)
Athugasemdir