Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 13:01
Arnar Daði Arnarsson
Landsliðshópurinn: Alfreð er í hópnum
Icelandair
Alfreð Finnbogason er í hópnum.
Alfreð Finnbogason er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Erik Hamren tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2020.

Leikirnir fara fram dagana 22. og 25. mars og eru þeir báðir leiknir ytra.

Athygli vekur að Alfreð Finnbogason sóknarmaður Augsburg í Þýskaldni er í landsliðshópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.

Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson er fjarri góðu gamni að þessu sinni en hann er að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð á hné í desember. Þá er Jón Daði Böðvarsson ekki í hópnum en hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli í kálfa.

Þá er enginn Kolbeinn Sigþórsson í landsliðshópnum en hann er án félags eftir að hafa náð samkomulagi um að rifta samningi sínum við franska félagið Nantes á dögunum.

Hópurinn:
Hannes Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moscow)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Kári Árnason (Genclerbirligi)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Sverrir Ingi Ingason (PAOK)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Gylfi Sigurðsson (Everton)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper)
Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moscow)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Athugasemdir
banner
banner