Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 14. mars 2024 07:41
Elvar Geir Magnússon
Víkingur reyndi að næla í Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið í Val.
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings gerðu misheppnaða tilraun til að fá Gylfa Þór Sigurðsson samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Gylfi gaf Víkingum afsvar og ákvað að semja við Val.

Viðræður Gylfa og Vals eru langt komnar og allt stefnir í að félagið tilkynni hann sem nýjan leikmann sinn von bráðar. Gylfi hefur verið að æfa með Val í æfingaferð á Spáni og þá æfði hann einnig með liðinu í fyrra, áður en hann samdi við Lyngby.

KR-ingar reyndu einnig að fá Gylfa núna samkvæmt heimildum 433 en hans gömlu félög, FH og Breiðablik, gerðu hinsvegar ekki tilraun til þess að landa honum.

Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og mikil spenna er fyrir væntanlegri komu hans í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner