Patrick Dorgu, leikmaður Manchester United, fær mikið hrós fyrir íþróttamennsku og heiðarleika í Evrópudeildarleiknum gegn Real Sociedad í gær.
Manchester United var 2-1 yfir í leiknum, og 3-2 samanlagt, þegar dómarinn dæmdi United víti. Þetta var þriðji vítaspyrnudómur leiksins.
Manchester United var 2-1 yfir í leiknum, og 3-2 samanlagt, þegar dómarinn dæmdi United víti. Þetta var þriðji vítaspyrnudómur leiksins.
Dómarinn Benoit Bastien taldi Hamari Traore hafa brotið á Dorgu. En á meðan VAR skoðun var í gangi ákvað Dorgu að reyna að snúa ákvörðun dómarans við sjálfur.
Þessi tvítugi leikmaður sagði dómaranum að þetta hafi ekki verið brot og VAR var síðan sammála. Vítaspyrnudómurinn var tekinn til baka.
Manchester United fór á endanum áfram í 8-liða úrslitin með samtals 5-2 sigri.
„Þetta var jákvætt. Ég er stoltur af honum. Kannski hefðu viðbrögðin hjá mér verið önnur ef staðan hefði verið 0-0 eða við að tapa," sagði Rúben Amorim, stjóri United, um heiðarleika Dorgu.
Remarkable sportsmanship ????
— Match of the Day (@BBCMOTD) March 14, 2025
With Man Utd 2-1 up v Real Sociedad, Patrick Dorgu gestured to the referee that he had not been fouled when his side were awarded a penalty.
VAR agreed and the decision was overturned.#BBCFootball pic.twitter.com/CkZyQLbCbT
Athugasemdir