Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 09:45
Brynjar Ingi Erluson
„Verðum að hjálpa Bruno að vinna titla“
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fór mikinn er liðið tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og vill Ruben Amorim, stjóri United, að allir komi saman og hjálpi Fernandes að vinna titla.

Portúgalski miðjumaðurinn hefur verið einn og ef ekki besti leikmaður United síðan hann kom frá Sporting fyrir fimm árum síðan.

Hann skoraði þrennu til að fleyta liðinu áfram í Evrópudeildinni í gær og segir Amorim hann verðskulda að vinna fleiri titla með enska stórveldinu.

„Þetta er erfitt fyrir leikmann eins og Bruno. Stundum er þrá hans að vinna of mikil, en það er alls ekki slæmt. Hann treystir ekki á liðsfélaga sína og sýnir stundum ergelsi en hann er alltaf til staðar.“

„Hann getur tekið föst leikatriði, skorað úr vítum undir mikilli pressu, gert umbreytingar. Það er fullkomið fyrir okkur og við þurfum að hjálpa honum að vinna titla því hann á það skilið.“

„Stundum þarf ég að liðið taki boltann á síðasta þriðjunginn og þá reyni ég að nota Bruno. Hann er hættulegur þegar hann er nálægt teignum og mér fannst Casemiro færa okkur smá ró,“
sagði Amorim um Bruno.

United mætir Lyon í 8-liða úrslitum og veit Amorim að það verður allt önnur rimma en öll einbeiting fer nú á ensku úrvalsdeildina og halda áfram að bæta frammistöðuna.

„Við eigum marga leiki í ensku úrvalsdeildinni og ætlum við að nýta hverja einustu mínútu í að bæta liðið.“

„Þetta verður allt annar leikur gegn Lyon því líkamlegi þátturinn er til staðar hjá þeim. Þeir spila í deild sem er ekki það líkamleg og ekki með sömu gæði, en þetta verður samt allt annar leikur,“
sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner