Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 14. apríl 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Lingard verðskuldaði að spila meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ánægður með frammistöðu Jesse Lingard á láni hjá West Ham.

Lingard fór á lán í janúar eftir að hafa fengið fá tækifæri með Manchester United. Hjá West Ham hefur hann farið á kostum og skorað átta mörk í níu leikjum.

„Jesse hefur verið stórkostlegur síðan hann fór. Við hefðum getað haldið honum því hann hefur alltaf hlutverk hér. Hann er Man Utd maður út í gegn og hefur aldrei verið til vandræða fyrir mig," sagði Solskjær.

„Hann verðskuldaði að spila meiri fótbolta og þess vegna leyfðum við honum að fara til West Ham."

„Við bjóðum honum að sjálfsögðu velkominn til baka eftir tímabil og við vonumst til að hann fari á EM. Ég vonast til að hann klári tímabilið vel."

Athugasemdir