West Ham er eitt þeirra félaga í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á því að sækja markvörðinn Caoimhin Kelleher frá Liverpool.
Frá þessu segir breska götublaðið The Sun.
Frá þessu segir breska götublaðið The Sun.
Aaron Ramsdale hefur einnig verið orðaður við West Ham sem er greinilega í markvarðarleit.
Kelleher er varamarkmaður Liverpool, er þar á eftir Alisson Becker. Liverpool keypti Georgíumanninn Giorgi Mamardashvili síðasta sumar og klárast lánssamningur hans hjá Valencia í sumar.
Það er umtalað að Kelleher sé besti varamarkmaður deildarinnar og vill hann spila meira.
Kelleher er aðalmarkmaður írska landsliðsins, spilar þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og Guðmundur Hreiðarsson er markmannsþjálfari liðsins.
Kelleher var í vetur orðaður við Chelsea og Tottenham er einnig sagt hafa áhuga.
Athugasemdir