Júlíus Magnússon, miðjumaður Elfsborg í Svíþjóð, varð fyrir því óláni á dögunum að bein í fæti hans brotnaði. Hann er því fjarri góðu gamni, en það sem kannski verra er þá veit hann ekki hversu lengi hann verður frá.
„Þetta gerðist í leiknum gegn Malmö um daginn, Rosengren kom á fullu í pressu á mig og hitti illa á beinið sem er hliðina á sköflungnum og styður við hnéð og ökkla, þannig þetta var ansi óheppilegt. Ég hélt fyrst að þetta hefði verið slæmt 'deadleg' eða eitthvað slíkt en svo bara fóru verkirnir ekki," segir Júlli við Fótbolta.net.
„Þetta gerðist í leiknum gegn Malmö um daginn, Rosengren kom á fullu í pressu á mig og hitti illa á beinið sem er hliðina á sköflungnum og styður við hnéð og ökkla, þannig þetta var ansi óheppilegt. Ég hélt fyrst að þetta hefði verið slæmt 'deadleg' eða eitthvað slíkt en svo bara fóru verkirnir ekki," segir Júlli við Fótbolta.net.
Hann fór af velli eftir rúmlega klukkutíma leik fyrir viku síðan.
„Staðan á mér er samt nokkuð góð, endurhæfing í gangi núna, ég get labbað, það er ekkert gips og þarf ekki hækjur sem er jákvætt. Beinið verður núna að fá að gróa alveg."
„Ég get gengið en ekkert meira en það. Það er óvíst hvað endurhæfingin tekur langan tíma," segir Júlli sem ætlar að synda og nota hendurnar á 'assault hjólinu' skemmtilega til að halda sér við.
En hvernig er að vita ekki u.þ.b. hversu löng endurhæfingin verður?
„Þetta er svolítið erfitt, læknateymið vill ekki lofa mér einhverjum tímaramma svo ég sé ekki að gera mér mögulegar væntingar sem svo rætist ekki úr," segir Júlli.
Hann er landsliðsmaður sem keyptur var til Elfsborg frá Fredrikstad í vetur. Hjá Elfsborg er hann liðsfélagi Ara Sigurpálssonar.
Athugasemdir