Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 14. maí 2022 17:29
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Þeir skora mark sem er kolólöglegt
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
„Ég er mjög svekktur, mér fannst við vera nær því að skora í fyrri hálfleik þegar við skutum í stöng og slá. Á fyrstu mínutu síðari hálfleiks skora þeir mark sem er kolólöglegt þegar boltinn fer í hendina á þeirra leikmanni og það er súrt að dómarinn sjái það ekki því þetta mark átti aldrei að standa. Við þetta mark breyttist leikurinn en við eigum að gera betur í síðari hálfleik og sýna meiri karakter." Segir svekktur Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar svekktur eftir 2-0 tap sinna manna í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Vestri

„Þeir komast yfir snemma í seinni hálfleik og geta þá þétt raðirnar ennþá meira en við vorum ekki nægilega beittir og við náðum ekki sama gírnum og við náðum í fyrr hálfleik en við bætum það og ég get lofað þér því að Aftureldingarliðið verður kraftmeira í báðum hálfleikjum í næsta leik"

„Allir leikir í þessari deild eru 50/50 og allir geta unnið alla og við munum mæta með kassann úti gegn Selfossi á föstudaginn og ætlum okkur ekkert annað en sigur þar í þeim leik."

Aðspurður um markmið sinna manna í sumar segir Magnús „Við viljum gera betur í sumar en í fyrra og við höfum trúa á því auk þess höfum við markmið sem við viljum ekki gefa út hér en spilamennskan í fyrstu leikjunum hefur verið ágæt að mínu mati"


Athugasemdir
banner