Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. maí 2022 08:00
Victor Pálsson
Xavi um Lewandowski: Erfið staða
Mynd: EPA

Robert Lewandowski er sterklega orðaður við Barcelona þessa dagana en hann vill komast burt frá Bayern Munchen í Þýskalandi.


Lewandowski hefur lengi verið aðalmaðurinn í sókn Bayern sem mistókst að fá Erling Haaland frá Dortmund og samdi hann þess í stað við Manchester City.

Það er vilji Barcelona að semja við Lewandowski sem er 33 ára gamall og verður samningslaus á næsta ári.

Bayern þyrfti því að selja Pólverjann í sumar eða félagið á í hættu á að missa hann frítt ári seinna sem gæti vel reynst niðurstaðan.

Xavi, stjóri Barcelona, segir að staðan sé ekki auðveld fyrir spænska liðið sem hefur á milli handanna mjög takmarkað fjármagn þessa dagana.

Xavi segir að Barcelona þurfi fyrst að losa leikmenn í sumar ef stórir bitar á borð við Lewandowski eiga að semja við félagið.

„Leikmenn þurfa að fara áður en nýir geta komið inn, þetta er flókin staða," sagði Xavi við Sport1.

„Barca þarf að styrkja sig á hverju ári, sérstaklega ef við erum ekki að vinna titla. Fjárhagsstaða félagsins er hins vegar eins og hún er."


Athugasemdir
banner
banner
banner