Breiðabliksliðið var mjög ólíkt sjálfu sér gegn Fylki í kvöld og átti ekkert skilið úr leiknum.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 3 Breiðablik
„Frammistaðan var ekki nægilega góð. Fylkismenn unnu verðskuldað í dag. Alltaf þegar við gerðum áhlaup þá kemur bakslag. Þetta var ekki okkar dagur," sagði Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Breiðabliks.
„Þetta var mjög skrítinn leikur af okkar hálfu. Það komu kaflar en svo kom einbeitingarleysi sem við verðum að laga. Þetta var væntanlega eitthvað andlegt. Við eigum að vinna Fylki á eðlilegum degi."
„Við ætlum klárlega að svara fyrir þetta," sagði Guðjón en liðin mætast aftur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir