banner
   fös 14. júní 2019 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Sarri kynntur sem þjálfari Juventus í dag
Sarri.
Sarri.
Mynd: Getty Images
Ítalski knattspyrnustjórinn, Maurizio Sarri sem stjórnaði Chelsea á nýafstöðnu leiktímabili verður kynnt­ur til leiks sem nýr þjálf­ari Ítal­íu meist­ara Ju­vent­us í dag. Sky Sports grein­ir frá þessu í morg­un.

Ju­vent­us hef­ur náð sam­komu­lagi við Chel­sea um að greiða fé­lag­inu bæt­ur en Sarri var samn­ings­bund­inn Chelsea eftir að hafa tekið við liðinu fyrir síðasta tímabil. Hann gerði Chelsea að Evrópudeildarmeisturum eftir sigur á Arsenal í úrslitaleiknum. Þá endaði Chelsea í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Liverpool og Manchester City.

Sarri skrifar und­ir þriggja ára samn­ing við Juventus en hann tekur við liðinu af Massim­iliano Allegri sem þjálfað hefur Ju­vent­us frá ár­inu 2014. Allegri hefur gert Juventus að Ítalíumeisturum öll árin.
Athugasemdir
banner
banner