Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júní 2022 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen er með tilboð á borðinu frá Man Utd
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að bjóða danska landsliðsmanninum Christian Eriksen samning. Frá þessu er greint frá hjá The Athletic.

Eriksen sneri aftur í fótbolta á síðasta tímabili eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik á Evrópumótinu síðasta. Hann tók tíma til að jafna sig en gerði svo stuttan samning við Brentford á England.

Þar spilaði hann frábærlega og er núna eftirsóttur af stórum félögum.

Brentford vill halda hinum þrítuga Eriksen en það mun reynast erfitt fyrir félagið.

Manchester United vildi ekki tjá sig þegar The Athletic forvitnaðist um málið en fjölmiðlamaðurinn virti, David Ornstein, segir að Eriksen sé með tilboð á borðinu frá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner