„Ég er mjög sáttur með að fá þrjú stig á útivelli," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir 0-1 sigur gegn Afturelding í níundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 ÍBV
„Mér fannst þær pressa vel á okkur í fyrri hálfleik, miklu meira en ég bjóst við og þær voru mjög sterkar. Eftir fyrri hálfleikinn gerðum við nokkrar breytingar, við ýtum miðjunni okkar hærra upp á vellinum."
Lavinia Elisabeta Boanda spilaði sinn fyrsta deildarleik með ÍBV í kvöld. Jonathan var spurður út í hennar frammistöðu í leiknum.
„Ég er svo stoltur af henni. Hún er búin að vinna mjög mikið, með frábært skap og frábær liðsmaður. Hún er mjög dugleg að styðja aðra, þótt hún sitji á bekknum. Ég er mjög ánægður að hún fær séns að spila 90 mínútur og að hún haldi hreinu.''
„Í heildina fannst mér við geta gert betur. Mér fannst við geta haldið boltanum meira í leiknum. Við vissum að það yrði alvöru bardagi að koma hér í Mosó og ég er aðallega sáttur með stigin þrjú," sagði þjálfari ÍBV.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir