Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 14. júní 2022 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líklegast að Eriksen fari til Tottenham eða Man Utd
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Christian Eriksen er laus allra mála hjá Brentford en samningur hans við félagið rennur út í lok mánaðar.

Danski landsliðsmaðurinn hefur rætt við nokkur félög í sumar en Manchester United og Tottenham eru talin líklegust í að krækja í kappann.

Newcastle og Brentford eru meðal félaga sem einnig hafa rætt við Eriksen eða umboðsmann hans. Talið er að hann hafi þegar neitað samningstilboði frá Brentford.

Manchester United er í leit að miðjumönnum en ljóst er að Paul Pogba og Nemanja Matic eru farnir frá félaginu. Tottenham vill einnig styrkja miðjuna hjá sér og getur boðið Eriksen það sem Manchester United getur ekki, Meistaradeildarfótbolta.

Eriksen er fyrrum leikmaður Tottenham og hann þekkir einnig vel til stjórans, Antonio Conte, því saman urðu þeir ítaskir meistarar vorið 2021 með Inter.
Athugasemdir
banner
banner