Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 07:15
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen borgar 15 milljónir fyrir Belocian (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru búnir að tryggja sér fyrstu kaup sumarsins.

Hinn 19 ára gamli Jeanuël Belocian gengur til liðs við félagið fyrir 15 milljónir evra og kemur hann úr röðum Rennes í Frakklandi.

Belocian tók þátt í 27 leikjum með Rennes á síðustu leiktíð, þar af spilaði hann 23 leiki í efstu deild franska boltans.

Belocian var lykilmaður í U17 liði franska landsliðsins og á tvo leiki að baki fyrir U21 liðið þrátt fyrir ungan aldur.

Í heildina hefur Belocian spilað 30 leiki fyrir yngri landslið Frakklands en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Rennes.

Leverkusen hefur fylgst með Belocian í langan tíma og var leikmaðurinn staðráðinn í að skipta yfir til Þýskalands til að halda áfram að þróa sinn leik.

Belocian skrifar undir fimm ára samning við Leverkusen, sem gildir þar til í júní 2029.
Athugasemdir
banner
banner