sun 14. júlí 2019 18:34
Arnar Helgi Magnússon
Afríkukeppnin: Senegal í úrslit - Tvær misnotaðar vítaspyrnur
Dylan Bronn setti boltann í eigið net.
Dylan Bronn setti boltann í eigið net.
Mynd: Getty Images
Dramatíkin var við völd þegar Senegal tryggði sér farseðil í úrslitaleik Afríkukeppninnar í kvöld með sigri á Túnis.

Senegal 1 - 0 Túnis
1-0 Dylan Bronn, sjálfsmark ('110)

Fyrri hálfleikur leiksins var nokkuð bragðdaufur og eftir 45 mínútur var markalaust.

Túnis fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Ferjani Sassi fór á vítapunktinn en Alfred Gomis, í marki Senegal, varði spyrnuna ansi vel.

Rúmum fimm mínútum síðar var það Senegal sem að fékk vítaspyrnu. Henri Saviet, leikmaður Newcastle, fór á vítapunktinn en þá var komið að markverði Túnis að verja.

Það var því markalaust eftir níutíu mínútur og því þurfti að grípa til framlengingar.

Það voru liðnar tíu mínútur af framlengingunni þegar Dylan Bronn, leikmaður Túnis, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Túnis náði ekki að jafna leikinn og Senegal er því komið í úrslitaleikinn og það kemur í ljós síðar í kvöld hvort að liðið mæti Alsír eða Nígeríu í úrslitunum. Sadio Mane spilaði allar 120 mínúturnar í liði Senegal.
Athugasemdir
banner
banner