Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Söyuncu biðst afsökunar á rauða spjaldinu
Soyuncu gengur af velli.
Soyuncu gengur af velli.
Mynd: Getty Images
Caglar Söyuncu, varnarmaður Leicester, hefur beðist afsökunar á heimskulegu rauðu spjaldi sem hann fékk gegn Bournemouth.

Leicester var 1-0 yfir í hálfleik en kastaði forystunni frá sér á nokkrum sekúndum um miðbik síðari hálfleiks. Þegar Bournemouth komst í 2-1 ætlaði Callum Wilson að sækja boltann í markið og ýtti hann aðeins við tyrkneska varnarmanninum.

Söyuncu brást reiður við og sparkaði í Wilson. Söyuncu fékk beint rautt spjald og mun ekki spila meira á þessu tímabili.

Söyuncu baðst afsökunar í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. „Ég veit að ég gerði ykkur öll, og mig sjálfan, reiðan vegna mistaka. Ég vil ekki að litið sé á mig sem slæma fyrirmynd."

„Ég bið liðsfélaga mína og stuðningsmenn liðsins innilegrar afsökunar."

Leicester hefur á brattann að sækja í Meistaradeildarbaráttunni eftir tapið gegn Bournemouth. Leikurinn endaði 4-1.


Athugasemdir
banner